fimmtudagur, maí 11, 2006

Jamm og jæja.
Ég er búin að gera margt skemmtilegt upp á síðkastið, fara í leikhús (takk nafna), sumarbústað og borða mikið. Það er gott.
Eiginmaðurinn er væntanlegur heim í kvöld, það er líka gott enda hef ég ekki séð framan í hann síðan um páska.
Á mánudag og þriðjudag var mæjorkaveður á pallinum hjá mér, það var býsna gott líka.

Við erum búin að fá afhent og eins erum við búin að fá góða leigjendur hér í Þorpinu þannig að það er allt að smella saman.

Leikfélagið er búið að sinna sínu síðasta verki í bili og er því komið í sumarfrí. Ég verð ekki með næsta vetur og á örugglega eftir að sakna þess óskaplega, þetta er náttúrulega ógó gaman.

Myndin við færsluna er af henni Jennifer frá Andorra, ég held með henni.

Bless.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker