fimmtudagur, október 12, 2006

Ekki veit ég til hvers ég opnaði blogger í dag enda hef ég ekkert að segja þessa stundina. Gestirnir fóru í gær eftir allt of stutt stopp og nú þarf ég að þrauka þar til næsta holl kemur upp úr mánaðarmótum, kannski kemur einn fyrir það en ekkert er ákveðið í þeim efnum ennþá.

Ég er farin að hlakka til jólanna enda ærin ástæða til, mamma, pabbi og "litli" bróðir eru búin að bóka flug og ætla að vera hjá okkur, ég er aðeins byrjuð að kaupa gjafir og stefni að því að klára það fyrir miðjan nóvember þar sem skrokkurinn er aðeins farinn að mótmæla miklu labbi og burði og ég er staðráðin í að halda krakkanum inni þar til í byrjun janúar. Verst þykir mér samt að missa af laufabrauðsskurðinum og treysti á að þið í genginu skerið út stafina okkar og fáein jólaherðatré.

Er maður eitthvað klikk? Það var tuttugu gráðu hiti hér í gær og ég er að velta mér upp úr jólunum.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker