þriðjudagur, október 10, 2006

Í gær birtust góðir gestir á þröskuldinum hjá mér, Kaffikella og Blinky eru mætt, búin að versla af sér rassgatið í Lundúnaborg og komin til að hvíla sig í sveitasælunni hjá mér. Snillingurinn var súr yfir að yngsta afkvæmi þeirra hjóna er ekki með í för en brúnin léttist þó fljótt á mínum manni því að Blinky hefur alveg jafn gaman að ps2 og sonur hans. Heiðurshjónin buðu okkur svo út að borða í gærkvöldi og fyrir valinu varð líklega besti veitingastaður sem ég hef prófað í Englandi, sérstaklega runnu eftirréttirnir ljúflega niður. Í dag er planið að skoða skósafnið fræga og gægjast í búðarglugga. Það er gaman að fá góða gesti.

P.s. ég á í vandræðum með að gera athugasemdir á blog.central síðum svo ég vona að þið móðgist ekki þó ég kommenti aldrei hjá ykkur.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker