sunnudagur, október 29, 2006

Ég eldaði ómótstæðilegan, flauelsmjúkan ávaxtagraut áðan, bar hann fram volgan með rjómablandi og er núna unaðslega södd. Það er bara fáránlegt að ég hafi ekki gert þetta í mörg ár eins og þetta er dásamlegur matur. Frumburðurinn er enn að kúgast yfir grautnum frammi í eldhúsi.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker