miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Við héldum upp á hrekkjavöku að hætti innfæddra og það sem þetta er skemmmtileg hátíð!
Uppáklædd fórum við leibbalingur í gleðskap þar sem hryllingsverur af öllum stærðargráðum kýldu sig út af kræsingum og ekki var annað að sjá en þeim líkaði ljómandi vel við íslensku pönnsurnar. Snillingurinn tók þátt í margs konar skemmtilegum leikjum og var myljandi stoltur af verðlaunum í formi límmiða. Fyrirfram var ég efins um að það væri vinsælt að foreldrarnir klæddu sig upp á en ákvað að láta vaða og vera þá álitin barnaleg fyrir vikið en þegar á hólminn var komið var ég nánast í sparifötum við hlið hræðilegra norna, drauga og fjöldamorðingja. Sonurinn fór með óþjóðalýðnum út að sníkja gotterí en ég dreif mig heim til að útbýta því. Við erum lánsöm að fá að kynnast og taka þátt í menningu annarra þjóða. Hér er svo mynd af graskerinu okkar góða.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker