Lífið leikur eiginlega við mig þessa dagana. Ég á yndislega og heilsuhrausta syni, frábæran mann (sem ég hef ekki séð í viku) og allt er í blóma. Reyndar er ég kannski óþarflega væmin en það er önnur saga, ég má alveg vera það.
Tvær hefðardömur og 4 piltar heimsóttu okkur í dag og hér slógum við upp heljarinnar veislu með heimabökuðum brauðum og tesco smartískökum, þetta þýddi reyndar að ég þurfti að fara á fætur eldsnemma og er því alveg úrvinda núna en það er nú alveg á sig leggjandi að vakna klukkan tíu fyrir svona félagsskap. Kannski ég geri það bara einhvern tímann aftur.
Kaffikella ákvað að veita mér félagsskap um helgina svo hér mun ríkja taumlaus gleði. Í takt við það hvet ég ykkur til að veita laginu um Heiðu og heilann hennar brautargengi í júróvisjón.
Góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli