föstudagur, febrúar 09, 2007

Veisluhöldunum er lokið í bili, mamma fór heim í gær, nemöndin er á heimleið núna eftir tíu daga au pair störf, almennilegheit og fjáraustur. Þór leggur svo upp í langferð á morgun. Hann er sko ekkert að skreppa á milli landa, áfangastaðirnir eru effing Kína, Taiwan og Japan. KÍNA, TAIWAN OG JAPAN!!! Ég er græn af öfund!!! Á meðan kallinn kaupir handa mér Kimono, sit ég heima útæld og tætingsleg og það versta við þetta allt saman er að hann er ekkert mjög spenntur fyrir þessari ferð. Er þetta alveg sanngjarnt?

Nei annars, það er ég sem er heppin þar sem tveir sætustu strákar í heimi ætla að veita mér félagsskap. Sá stóri var að byrja í vetrarfríi og sá litli er að fá fagurblá augu Litladalsættarinnar. Við ætlum að hafa það huggulegt hérna saman og erum búin að fylla alla skápa af alls kyns góðgæti ef ske kynni að það héldi áfram að snjóa þótt ekki sé það líklegt í augnablikinu. Nú ætla ég hins vegar að horfa á lélega hrollvekju. Sæl að sinni.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker