föstudagur, mars 30, 2007

Það er pínu geðvonska í gangi, ég er í fráhvörfum. Hef ekkert súkkulaði borðað í tvo daga og reyndar ekkert sætt, það er víst orðið tímabært að hætta sukkinu þegar ég er farinn að hakka í mig stórt Cadbury's stykki á einu kvöldi. Alein. Ég ætla reyndar að svindla á páskadag en fram að því mun ég gera mitt besta til að forðast sykurinn. Það er öllum fyrir bestu að tríta mig eins og drottningu á meðan ég er að komast yfir erfiðasta hjallann... eða bara alltaf.

Við fljúgum heim á sunnudaginn og ég held að ég hafi aldrei verið jafn spennt yfir neinu ferðalagi. Mér þætti vænt um að þið sem viljið hitta mig senduð mér tölvupóst svo ég geti skipulagt mig aðeins.

Adios.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker