föstudagur, apríl 13, 2007

Kvenleg fíkn


Eftir að ég hætti að reykja heltók mig ný fíkn, ég hafði reyndar snert af henni áður en nú hefur hún færst allsvakalega í aukana. Til allrar lukku er hún mun ódýrari en tóbaksbölið enda læt ég ekki undan henni daglega. Fræðilegt heiti fíknarinnar er töskuogskókaupussýkius og hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að hún er jafn algeng og tóbaksfíknin. Nýjasta freistingin sem ég féll fyrir kom í hús í dag og má sjá hana á myndinni hér til hliðar. Það besta við hana er að hún kostaði minna en sem svarar einum sígarettupakka. Ég er hrædd um að ég verði að leita mér lækninga þegar ég flyt heim því líklega verður það mér dýrkeypt annars.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker