sunnudagur, maí 20, 2007
Litlir kassar...
eða stórir, þeir verða allir notaðir. Við erum sumsé byrjuð að pakka en tökum því rólega þar sem við þurfum nú að nota heilmikið af dóti næstu vikuna. Leifur er að hefja síðustu vikuna í skólanum og er bara ekkert allt of ánægður með það. Í gær fór hann og keypti litla gjöf handa uppáhalds kennaranum sínum og ætlar að færa starfsfólki skólans Nóa konfekt að skilnaði. Var ég búin að segja frá því að við fáum góða gesti svona síðustu dagana? Fögur snót og sonur hennar ákváðu að færa okkur konfektið heim að dyrum og ætla að stytta okkur stundir frá mánudegi til sunnudags. Eins og áður hefur komið fram þá rokka skyndiákvarðanir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli