sunnudagur, maí 27, 2007

Stanslaus veisla

Var að enda við að innbyrða ristað brauð, rækjur og hvítvín, afganga frá veislu sem við héldum ensku vinum okkar á föstudagskvöld. Mikið óskaplega var það gaman, síðustu gestirnir fóru ekki fyrr en í dag en það voru nú reyndar Íslendingar.

Síðasta vika hefur aðallega farið í búðarráp og eitthvað hefur kössunum fjölgað í kjölfarið en það er í góðu lagi, nú eiga synir mínir föt fyrir næsta árið en ég á svo sem aldrei nóg...

Nú er bara verið að henda niður í kassa og gera klárt fyrir gáminn sem kemur á þriðjudag, við ætlum að hverfa frá skítugu húsi og láta vana menn sjá um þrifin á meðan við slöppum af hér fyrir heimferðina. Ljúfa líf.

Sí jú on ðe kleik.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker