þriðjudagur, júlí 31, 2007

Dularfulli þvotturinn

Ég veit ekki hvaðan allt þetta óhreina tau kom, einn daginn var þvottakarfan tóm en þann næsta rúmaði hún ekki nema 1/5 af tauinu. Það eru augljóslega einhver gremlins áhrif í gangi í þvottahúsinu mínu. Ég hamast við að þvo og þrífa því fyrr þori ég ekki að byrja á nýju Harry Potter bókinni, hún bættist í ólesna bókaflokkinn í dag. Ég tími eiginlega ekki að byrja á henni því þá þarf ég að klára hana.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker