föstudagur, júlí 27, 2007

Auðvitað

gleymdi ég að segja fréttir af þeim stysta sem er nú kominn með eina og hálfa tönn, borðar allt sem að honum er rétt, rúllar út um öll gólf, situr sjálfur og segir mamma og baba. Hann er svo mikill diplómat að hann ákvað að gera ekki of mikið upp á milli foreldra sinna. Annað hvort það eða þá að ströng þjálfun föðurins virkaði (hún fór þannig fram að þá sjáldan sem hann var heima, sat hann með Emil í fanginu og endurtók í sífellu orðið pabbi). Eiginmaðurinn trúði ekki að drengurinn hefði sagt mamma fyrr en nokkrum klukkustundum síðar þegar sá stutti ákallaði okkur bæði.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker