þriðjudagur, október 16, 2007

Eru konur leikföng?

Yngsti maðurinn á heimilinu kveikti á sjónvarpinu og það vill svo til að skjár einn er að sýna tónlistarmyndbönd. Þegar ég var krakki mátti ég alls ekki missa af skonrokki eða hinum þáttunum öllum og langskemmtilegust voru myndböndin sem sögðu einhverja sögu eða gáfu nýja sýn á tónlistina. Það er enn skoðun mín. Iðnaðinum hefur farið mikið aftur og gerir sitt besta til að draga úr jafnrétti kynjanna, hálfnakið kvenfólk í tugatali falbýður sig mishuggulegum karlmönnum og virðist ekki þurfa að hafa neitt annað til brunns að bera en sexapíl. Er ekki kominn tími til að stöðva þetta? Er það forsvaranlegt að börnin okkar sjái þennan viðbjóð í sjónvarpinu um hábjartan dag?

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker