þriðjudagur, október 02, 2007

Six pack

Ég, eins og svo margar aðrar konur, á í mestu vandræðum með að losna við aukakílóin sem hafa klesst sér utan á mig undanfarna 18 mánuði. Ekki er eingöngu hægt að kenna meðgöngu um því súkkulaði klístrar sér utan á maga, rass, læri og brjóst án þess að ég fái nokkuð við ráðið. Í sumar reyndi ég ræktina en það gekk bara ekkert of vel. Nú er það rope yoga. Fyrsti tíminn var í morgun og ég var næstum því vonsvikin þegar ég fór út, svitnaði ekkert og fann ekkert fyrir þessu nema þá helst í rófubeininu. Ég er búin að eyða deginum í að hugsa hvort ég eigi eitthvað að vera að púkka upp á þetta. Sem ég sit hér og horfi á Næturvaktina á youtube.com fer mig skyndilega að verkja í magann þegar ég hlæ. Ég er með strengi. Best að gefa þessu séns.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker