miðvikudagur, október 31, 2007

Vopn og draumfarir

Af hverju í andskotanum sækist illþýðið í að halda ráðstefnur á Íslandi? Næst verða það eiturlyfjabarónar sem tilkynna komu sína. Heimur versnandi fer.

Mig dreymir stundum að ég sé í Englandi. Stundum er ég að ferðast um landið í lestum og stundum er eyði ég tímanum í verslunum. Í nótt var ég rekin út úr stærstu verslunarmiðstöð landsins fyrir ókurteisi. Vonandi er ég ekki mjög berdreymin því leið mín liggur einmitt þangað eftir tvær vikur eða svo. Merkilegt samt með þessa drauma, yfirleitt er dreymir mig ekki raunverulegt umhverfi heldur eitthvað sem ég hef aldrei séð og iðulega birtist þetta draumalandslag mér aftur og aftur, ég er farin að rata ágætlega.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker