þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Martröð

Ég hlakka afskaplega mikið til væntanlegrar utanlandsfarar en eitthvað er undirmeðvitundin að gera gys að mér. Mig dreymdi að ég horfði á þotu Icelandair hrapa á blokk og allir farþegarnir fórust. Ég var líka að pakka niður til fararinnar og var að sjálfsögðu á síðasta snúningi með allt, öll fötin okkar Emils voru óhrein og ég hafði ekki hugmynd um hvað best væri að hafa með. Ég gleymdi enska símakortinu mínu og gat þess vegna ekki hringt í neina vini í Englandi. Við komust aldrei til Bicester og allar lestarsamgöngur lágu niðri. Ég missti af fluginu heim og týndi Emil.

Er ekki fall faraheill?
Eins gott að við fljúgum ekki með Icelandair.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker