miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Víðförull garðdvergur


Northamptonbúar taka upp á ýmsu sér til dundurs. Hver man ekki eftir öryggisverðinum sem reyndi að kaupa þjónustu leigumorðingja til að koma eiginkonunni fyrir kattarnef?

Í september hvarf garðdvergur af bar þar sem hann starfaði sem lukkudýr, skömmu síðar fóru að berast póstkort og myndir af kvikindinu í Grikklandi þar sem hann skoðaði merka staði, smakkaði raki, feta ost og vingaðist við innfædda. Hann er nú kominn til baka á sinn stað og fræðir bjórþyrsta Englendinga um ævintýri sín og kollega síns sem hann kynntist á ferðalaginu, asna frá Warwickskíri.

Ég elska Breta.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker