miðvikudagur, mars 12, 2008

Pestarbæli (aumingjablogg)

Heimilið hefur verið sannkallað pestarbæli síðan í byrjun febrúar, allar mögulegar og ómögulegar pestir hafa fundið sér samastað hér og má telja veikindalausa daga á fingrum annarrar. Sú nýjasta er magapestin og hefur hún nú laggt mig og krónprinsinn. Þetta hefur áhrif á leik og störf og er mín eina ósk sú að þessu fari að ljúka og að eðlilegt líf hefji innreið sína á ný.

2 ummæli:

Kaffikella sagði...

vvvúúúúúú - batni, batni,batni - ssshhhúúúúú!

Þú veist ég er göldrótt svo þetta hlýtur að lagast núna!

Ljúfa sagði...

Heyrðu, þetta virkaði.

 
eXTReMe Tracker