sunnudagur, mars 16, 2008

SKAMM ÁRBORG!

Ég var að koma af forsýningu hjá Leikfélagi NFSU á rokksöngleiknum Til Sölu! Það er dásamlegt að sjá og heyra hversu hæfileikaríkir þessir krakkar eru og ég lofa að það verður enginn svikinn af sýningunni. Sýnt var í ófullgerðum menningarsal Hótel Selfoss og það er það sem hneykslar. Þessi salur hefur staðið ókláraður í 25 ár skv. mínum heimildum. Fullklárað yrði þetta eitt flottasta leikhús/tóneikastaður/kvikmyndahús á landinu. Auðvitað kostar allt peninga en það getur bara ekki verið svo ótrúlega dýrt að einangra og mála svona sal enda pottþétt dýrara að láta þetta standa ónotað. Ég ætla rétt að vona að ég fái að njóta þess að fara í mínu fínasta pússi og horfa á fleiri menningarviðburði þótt það sé vissulega sjarmi yfir því að sitja í leikhúsi íklæddur vetrarfatnaði og undir teppi.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker